Should I stay or should I go...

Hæ,

Fátt að frétta héðan nema þá kannski að ég er svona að leita mér að annarri vinnu. UPS hefur verið góður skóli, en vinnutíminn er ekki til að hrópa húrra fyrir og allt supportið minnir óþægilega mikið á dagana í Friskvinnslunni.

Ég er alveg á báðum áttum eða í öllum áttum hvað ég á að taka mér fyrir hendur. Á maður að fara á Klakann, flytja til Köben eða gerast limbódansari á Jamaica?

Að öðru leyti þá gengur lífið sinn vanagang. Hægðir eru góðar og sjónin ennþá innan hættumarka.

Endilega látið mig nú vita hvað ég á að gera í atvinnumálum, því ég er búinn að prófa sjálfval í lottókassanum, en fæ bara einhverjar tölur...spurning hvort að ég þurfi að taka þversummuna og vinna út frá því...talandi um þversummur þá væri gaman að eiga símaskrá sem innihéldi bara þversummur.

Lifið heil og munið að það er líf eftir vinnu.

Ummæli

Addý Guðjóns sagði…
Já, eða bara ræstitæknir í Japan. Hvernig hljómar það?
Kveðjur úr sultunni... Sultuhundur!
Heiðagella sagði…
Ég myndi slá thessu uppí kæruleysi, segja upp vinnunni og hripa nidur bók um Thversummur i daglegu lífi.. Gætir tekid fyrir efni eins og; gildi thversummunnar í kynlífi, hver er Thversumma geyslutíma mygluosta, Thversumman af BMI stadli vs. líkamshita og hefur thversumma áhrif á snúning jardar... Já efnid er ótæmandi....
(og já, mér leidist í skólanum 4 x tími í marketing :o(

Kv Heidagella

Vinsælar færslur